Hvað er GetTor?

GetTor er þjónusta sem býður upp á varaleiðir til að ná í Tor-vafrann, sérstaklega fyrir fólk sem býr á svæðum þar sem alvarleg ritskoðun á sér stað og þar sem aðgangur að vefsvæði Tor-verkefnisins er takmarkaður.

Hvernig virkar það?

Hugmyndin á bakvið GetTor er mjög einföld:

  • Skref 1: Sendu beiðni á GetTor (gettor@torproject.org) þar sem þú tiltekur stýrikerfið þitt (og staðfærsluna þína). Dæmi: "windows is"

  • Skref 2: GetTor mun senda þér svar um hæl með tenglum til að sækja Tor-vafrann frá studdum þjónustuveitum.

  • Skref 3: Sæktu Tor-vafrann frá einni af þessum veitum. Þegar því er lokið skaltu sannreyna réttmæti sóttrar skráar með því að sannreyna stafræna undirritun hennar.

  • Skref 4: Ef það er nauðsynlegt, fáðu þér einhverjar brýr!

GetTor á Telegram

Þú getur beðið um að fá Tor-vafravöndul í gegnum @GetTor_bot á Telegram: https://t.me/gettor_bot

GetTor-svörun á Twitter

GetTor er ekki að virka í augnablikinu á Twitter.

Hvernig á að sannreyna stafræna undirritun

Stafræn undirritun er ferli sem á að tryggja að tiltekinn pakki hafi verið útbúinn af hönnuðum hans og að ekki hafi verið átt við hann af utanaðkomandi aðilum.

Í tölvupóstum frá GetTor fylgir tengill á skrá með sama nafn og viðkomandi forritspakki en með skráarendinguna ".asc". Þessar .asc skrár eru OpenPGP-undirritanir. Þær gera þér kleift að sannprófa að skráin sem þú sækir sé nákvæmlega sú skrá sem við ætluðumst til að þú fengir. Til dæmis fylgir skránni torbrowser-install-win64-8.5.4_en-US.exe önnur skrá sem heitir torbrowser-install-win64-8.5.4_en-US.exe.asc.

Skoðaðu hvernig á að sannreyna stafræna undirritun.

Ég hef náð í Tor-vafrann en get samt ekki tengst

Prófaðu að tengjast í gegnum brú.